Ægisgata 10, 101 Reykjavík (Miðbær)
59.700.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
143 m2
59.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
31.550.000
Fasteignamat
56.400.000

Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir í einkasölu glæsilega og einstaka íbúð að Ægisgötu 10, 101 Reykjavík:
Glæsileg, rúmgóð og vel skipulögð 143 m2,  fjögurra herbergja Íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi á horni Ægisgötu og Nýlendugötu. Um er að ræða einstaka eign með sérinngangi frá Nýlendugötu og sem er alveg aðgreind frá öðrum íbúðum hússins.
Í eigninni var áður fyrr rekin prentsmiðja en við breytingar á notkun hússins í íbúðir árið 2007 var hún mikið endurnýjuð s.s. rafmagn, gluggar, vatnslagnir o.fl.  Gott húsfélag er starfandi í húsinu. Íbúðin er í útleigu í dag með góðum leigutekjum og möguleiki er að yfirtaka leigusamning. Eignin stendur á eignarlóð. Sérinngangur býður upp á að halda gæludýr í eigninni. Mjög góður og skjólgóður suður bakgarður. Fyrirhugað fasteignamat 2019 er kr. 60.550.000.  Eign sem er virkilega vert að skoða og við mælum með - sjón og upplifun er sögu ríkari.

Nánari Lýsing:
Aðalhæð:
Sérinngangur inn á aðalhæðina frá jarðhæð Nýlendugötu. Komið er inn í rúmgóða forstofu/hol með fatahengi. Á vinstri hönd er hol og svefnherbergi 1. Á hægri  hönd er alrými með opnu eldhúsi, borðstofu og stofu. Hæðin er björt og rúmgóð  með mikilli lofthæð. Í eldhúsi er hvít innrétting með dökkri plötu. Þar er stór gaseldavél með extra stórum ofni. Úr eldhúsi/alrými er útihurð inn í skjólgóðan og hellulagðan skemmtilegan bakgarð, með góðri aðstöðu fyrir grill og garðhúsgögn. Í alrýminu eru innbyggð halogen ljós í lofti með ljósdeyfi. Öll hæðin er lögð gegnheilu þykku eikarparketi með breiðum plönkum.

Kjallari:
Úr alrými er gengið niður steinlagðan hringstiga í kjallara sem er niðurgrafinn. Tvö svefnherbergi eru í kjallaranum. Svefnherbergi 2 og 3 er bæði mjög rúmgóð.  baðherbergi og gestasalerni: Gestasalernið er í dag nýtt sem þvottaherbergi. Þar eru málaðir veggir, salernisskál og handlaug og var áður sturta þar. Baðherbergið er rúmgott með flísum á veggjum. þar er baðkar með sturtu, salernisskál, handlaug og fjórir fataskápar í hólf og gólf. Kjallarinn er með loftræstikerfi. Gráar flísar eru á öllum rýmum í kjallara.

Nánasta umhverfi:
Íbúðin er mjög vel staðsett í grónum íbúðakjarna gamla vesturbæjar. Frí bílastæði eru í götunni og nærumhverfi. Húsið er á friðsælum stað rétt við Slipp-svæði Reykjavíkurhafnar með skemmtilegum veitingahúsum og þjónustu, Granda og miðbænum.  Pétursbúð er næsta verslun en Krónan og Bónus eru einnig í göngufæri. Leikvöllurinn litli völlur í göngufjarlægð; Heilsugæslan miðbæ; Borgarbókasafnið; leikskólinn Drafnarborg; Landakotsskóli; Vesturbæjarskóli; Ýmsar stórverslanir; veitingastaðir.

Smellið hér til að bóka skoðun eða panta söluyfirlit.

Nánari upplýsingar veita:

Skúli H. Thoroddsen Mechiat, Lögfræðingur, Í síma 888 7177 Netfang [email protected]
Einar G. Harðarson lgf. í síma 662 5599 Netfang: [email protected]
Kaupstaður fasteignasala, Ármúla 42, 3 hæð.
Sími: 546 0600
Fylgdu okkur á Facebook
kaupstadurfasteigna.is
 

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.